Orri Steinn Óskarsson, kom inn á sem varamaður í liði SönderjyskE á 65. mínútu og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í góðum útisigri á toppliði Vejle, 2:1, í 2. umferð umspils efri hluta dönsku B-deildarinnar í fótbolta í dag.
SönderjyskE er með 38 stig í 3. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Hvidovre, sem reyndar á leik til góða. Vejle er í efsta sætinu með 50 stig.
SönderjyskE var 1:0 yfir þegar Orri kom inn á og þannig stóðu leikar þar til tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma, þegar heimamönnum tókst að jafna metin.
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Orri sigurmark SönderjyskE eftir undirbúning Soren Andreasen og góður útisigur Orra Steins og félaga varð staðreynd, 2:1.
Þetta var annað mark Orra fyrir SönderjyskE en hann gekk til liðs við liðið í janúar en hann skoraði einnig í síðasta leik.