Í liði vikunnar í Svíþjóð

Arnór Sigurðsson fer vel af stað í Svíþjóð.
Arnór Sigurðsson fer vel af stað í Svíþjóð. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson er í liði vikunnar hjá úrslitamiðlinum Sofascore fyrir frammistöðu sína með Norrköping um nýliðna helgi.

Norrköping gerði þá jafntefli gegn Sirius á heimavelli, 1:1, en Arnór lék allan leikinn með sænska félaginu.

Sóknarmaðurinn fékk átta í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum sem var hluti af fyrstu umferð deildarinnar.

Arnór, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn CSKA Moskvu í Rússlandi en hann er sem stendur á láni hjá Norrköping þar sem hann lék árin 2017 til 2018 áður en rússneska félagið keypti hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert