Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson er í liði vikunnar hjá úrslitamiðlinum Sofascore fyrir frammistöðu sína með Norrköping um nýliðna helgi.
Norrköping gerði þá jafntefli gegn Sirius á heimavelli, 1:1, en Arnór lék allan leikinn með sænska félaginu.
Sóknarmaðurinn fékk átta í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum sem var hluti af fyrstu umferð deildarinnar.
Arnór, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn CSKA Moskvu í Rússlandi en hann er sem stendur á láni hjá Norrköping þar sem hann lék árin 2017 til 2018 áður en rússneska félagið keypti hann.
Arnór Sigurðsson in the Team of the Week in Allsvenskan 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/Fety8HpqZQ
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 4, 2023