Ceferin endurkjörinn forseti UEFA

Aleksander Ceferin heldur tölu eftir að hafa verið endurkjörinn forseti …
Aleksander Ceferin heldur tölu eftir að hafa verið endurkjörinn forseti UEFA í morgun. AFP/Patricia de Melo Moreira

Slóveninn Aleksander Ceferin hefur verið endurkjörinn forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til næstu fjögurra ára.

Ceferin hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2016 þegar hann tók við af Michel Platini, sem sagði af sér í kjölfar þess að FIFA úrskurðaði hann í fjögurra ára bann frá afskiptum af fótbolta vegna mútumála.

Hinn 55 ára gamli Ceferin var fyrst endurkjörinn í febrúar árið 2019 og á ársþingi framkvæmdastjórnar UEFA í Lissabon í Portúgal í morgun var hann endurkjörinn öðru sinni eftir að enginn bauð sig fram gegn honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert