Mexíkóski knattspyrnudómarinn Fernando Hernández hefur verið úrskurðaður í tólf leikja bann fyrir að gefa leikmanni hnéspark í punginn í miðjum leik.
Atvikið átti sér stað í leik America og Leon í efstu deild Mexíkó á dögunum en Hernández gaf Lucas Romero, leikmanni Leon, hnésparkið eftir að America hafði jafnað leikinn í 2:2.
Leikmenn Leon vildu að atvikið yrði skoðað af VAR-myndbandsdómgæslunni og hópuðust í kringum dómarann með fyrrgreindum afleiðingum.
Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Romero, sem fékk sparkið í sig, hefur einnig verið úrskurðaður í tveggja leikja bann.
Rodillazo del árbitro al jugador de León, esto le puede costar la carrera a Fernando Hernandez, Archundia como explicas esto, agresión del árbitro. pic.twitter.com/QzOjGxwpbg
— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 2, 2023