Real valtaði yfir Barcelona

Karim Benzema skorar í kvöld.
Karim Benzema skorar í kvöld. AFP/Pau Barrena

Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitum spænska bikarsins í fótbolta með því að fara illa með erkifjendur sína í Barcelona á útivelli í seinni leik liðanna í kvöld.

Barcelona vann fyrri leikinn á útivelli, 1:0, en Real svaraði með 4:0-útisigri í kvöld. Karim Benzema gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.

Vinícius Júnior kom Real á bragðið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Benzema bætti við öðru marki á 50. mínútu.

Franski framherjinn var aftur á ferðinni á 58. mínútu er hann skoraði úr víti. Hann fullkomnaði svo þrennuna með fjórða marki Real á 80. mínútu og þar við sat.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert