Þýska blaðakonan Lena Wurzenberger hefur sagt upp starfi sínu hjá þýska fjölmiðlinum Bild eftir að kærasti hennar Julian Nagelsmann var rekinn sem knattspyrnustjóri Bayern München á dögunum.
Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Wurzenberger, sem er þrítug, hefur fjallað um málefni Bayern München fyrir þýska miðilinn undanfarin tvö ár.
Wurzenberger var ekki lengi að finna sér nýtt starf en hún hefur verið ráðin talsmaður þýska bílaframleiðandans BMW.
Nagelsmann, sem er 35 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá bæði Tottenham og Chelsea síðustu daga.
Þýski stjórinn stýrði áður Hoffenheim og RB Leipzig, áður en hann tók við Bayern, en hann átti þrjú ár eftir af samningi sínum við þýska félagið þegar hann var rekinn.