Íslendingaliðið FC Köbenhavn er komið í undanúrslit danska bikarins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn B-deildarliði Vejle í dag.
Fyrri leikurinn fór 2:0 fyrir Köbenhavn og fer liðið því samanlagt áfram.
Bæði Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu á bekknum en sá fyrrnefndi kom inn á 62. mínútu og sá síðarnefndi fékk að spreyta sig tíu mínútum síðar.
Köbenhavn er komið í undanúrslitin ásamt AaB, Silkeborg og Nordsjælland.