Spánn vann Noreg í sex marka leik

Jennifer Hermoso setti tvö mörk.
Jennifer Hermoso setti tvö mörk. AFP

Spænska kvennalandsliðið í fótbolta vann Noreg, 4:2, í fjörugum vináttulandsleik þjóðanna í Ibiza í dag. 

Mikli markaskorarinn Jennifer Hermoso skoraði tvö mörk fyrir Spánverja en hún missti einmitt af Evrópumótinu í fyrra. 

Ásamt henni setti Börsungurinn Salma Paralluelo tvö mörk fyrir Spán en Ada Hegerberg og Cesilie Andreassen skoruðu mörk Noregs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert