Carlo Ancelotti, stjóri knattspyrnuliðsins Real Madrid á Spáni, segist trúa því að reynsluboltar liðsins verði áfram með liðinu á næsta tímabili.
Þar á hann við þá Luka Modric, Karim Benzema og Toni Kroos. Modric er 37 ára gamall og hefur verið í herbúðum Real frá árinu 2012. Hann hefur verið algjörlega magnaður fyrir liðið og virðist ekkert vera farið að hægjast á honum.
Benzema er 35 ára gamall en hann kom til liðsins árið 2009. Hann hefur leikið 432 deildarleiki fyrir liðið og skorað í þeim 233 mörk. Kroos er 33 ára gamall og gekk til liðs við Real frá Bayern í Þýskalandi árið 2014.
Þá talaði Ancelotti einnig um að framtíðin væri björt.
„Við erum með mjög efnilega leikmenn eins og Tchouameni, Camavinga, Valverde og Ceballos. Þeir eru öðruvísi en hinir en þeir munu skrifa söguna líka. Þeir verða frábærir.“