Bielsa að taka við Úrúgvæ

Marcelo Bielsa á hliðarlínunni í leik með Leeds.
Marcelo Bielsa á hliðarlínunni í leik með Leeds. AFP

Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa, fyrrverandi stjóri Leeds og fleiri liða, er að taka við karlalandsliði Úrúgvæ í fótbolta.

Hinn 67 ára gamli Bielsa hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Leeds árið 2022 en Úrúgvæ verður þriðja landsliðið sem hann þjálfar. Árin 1998-2004 stýrði hann Argentínu og árin 2007-2011 var hann stjóri Síle.

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að búist sé við því að Bielsa skrifi undir í nánustu framtíð en viðræður hafa staðið yfir síðustu tvær vikur. 

Úrúgvæ olli vonbrigðum á HM í Katar í desember en liðið komst ekki upp úr H-riðli, þar sem einnig voru Portúgal, Suður-Kórea og Gana. Í landsliði Úrúgvæ eru m.a. Federico Valverde, miðjumaður Real Madrid, Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham og Darwin Núnez, framherji Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert