Danmörk vann dramatískan útisigur á Svíþjóð, 1:0, í vináttulandsleik þjóðanna í kvennafótboltanum í Malmö í dag.
Sigurmark Dana kom ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma en þar var Stine Larsen, leikmaður sænska liðsins Häcken, að verkum og óvæntur sigur Dana ljós.
Svíar sitja í þriðja sætinu á heimslista FIFA en Danir í 15. sæti, sæti neðar en Ísland.
Svíar mæta Noregi í næsta vináttuleik sínum á mánudaginn kemur. Danir mæta Japan samdægurs.