Þórir og félagar stóðu vel í Napoli

Þórir Jóhann Helgason fylgist með skallaeinvígi Joel Voelkerling Persson og …
Þórir Jóhann Helgason fylgist með skallaeinvígi Joel Voelkerling Persson og Kim Min-jae í leiknum í dag. AFP/Filippo Monteforte

Napoli hélt áfram siglingu sinni að fyrsta ítalska meistaratitilinum í fótbolta í 33 ár með því að sigra Lecce á útivelli í kvöld, 2:1.

Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður í liði Lecce á 71. mínútu en lið hans veitti toppliðinu harða keppni.

Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir á 18. mínútu en Federico Di Francesco jafnaði fyrir Lecce á 52. mínútu. 

Lecce skoraði sjálfsmark á 64. mínútu og það reyndist ráða úrslitum.

Napoli er nú nítján stigum á undan Lazio, sem er í öðru sæti, með 74 stig gegn 55, en Lazio á leik til góða. AC Milan og Inter Mílanó eru með 51 stig og Roma 50 í fimmta sætinu.

Þórir og samherjar hans í Lecce eru í 16. sæti af 20 liðum með 27 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert