Hákon Arnar Haraldsson og Sævar Atli Magnússon eru báðir í úrvalsliði marsmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá danska blaðinu Tipsbladet.
Hákon átti sérstaklega góðan marsmánuð með FC Köbenhavn en í kosningu deildarinnar sjálfrar var hann valin bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar í mars.
Sævar var drjúgur fyrir Lyngby í mars og hjálpaði til við að koma liðinu úr botnsæti deildarinnar í fyrsta skipti á tímabilinu.