Bayern og Dortmund unnu

Bæjarinn Matthijs de Ligt fagnar sigurmarki sínu.
Bæjarinn Matthijs de Ligt fagnar sigurmarki sínu. AFP/Thomas Kienzle

Bayern München vann mikilvægan útisigur á Freiburg, 1:0, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 

Sigurmark Bæjara skoraði hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt á 51. mínútu eftir undirbúning frá Jamal Musiala. 

Á sama tíma vann Dortmund Union Berlín, 2:1, á heimavelli. Donyell Malen kom Dortmund yfir á 28. mínútu en Kevin Behrens jafnaði metin fyrir Union á 62.

Sigurmark Dortmund skoraði síðan hinn 18 ára gamli Youssoufa Moukoko á 79. mínútu eftir að hafa verið nýkominn inná. 

Bayern er í fyrsta sæti deildarinnar með 58 stig, Dortmund í öðru með 56, Union í þriðja með 51 og Freiburg í fjórða með 47. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert