Real Madrid tapaði óvænt fyrir Villarreal á heimavelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur eftir skemmtilegan leik 3:2, Villarreal í vil.
Pau Torres kom Real yfir er hann skoraði sjálfsmark á 16. mínútu, en rúmum 20 mínútum síðar jafnaði Samuel Chukwueze og var staðan í hálfleik 1:1.
Vinícius Júnior kom Real aftur yfir á 48. mínútu, en Villarreal svaraði með öðru jöfnunarmarki á 70. mínútu er José Morales skoraði. Áðurnefdur Chukwueze skoraði svo sigurmark Villarreal á 80. mínútu með sínu öðru marki.
Real Madrid er í öðru sæti með 59 stig, tólf stigum á eftir Barcelona, sem á leik til góða. Villarreal er í fimmta sæti með 47 stig.