Solskjær að snúa aftur í þjálfun?

Ole Gunnar Solskjær stýrði síðast stórveldi Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær stýrði síðast stórveldi Manchester United. AFP

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er á lista Club Brugge sem mögulegur arftaki Scott Parker sem knattspyrnustjóri liðsins. 

Parker var rekinn í mars á þessu ári eftir afleitt gengi í deildinni en Club Brugge, sem er ríkjandi meistari, er 16 stigum á eftir toppliði Genk í belgísku A-deildinni. 

Club Brugge á enn eftir að ráða þjálfara en einn af mönnunum á listanum er Ole Gunnar Solskjær, samkvæmt The Times. 

Norðmaðurinn stýrði síðast stórveldi Manchester United og náði hæst öðru sæti með liðinu. Hann var rekinn haustið 2021 fyrir slakt gengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert