Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er á lista Club Brugge sem mögulegur arftaki Scott Parker sem knattspyrnustjóri liðsins.
Parker var rekinn í mars á þessu ári eftir afleitt gengi í deildinni en Club Brugge, sem er ríkjandi meistari, er 16 stigum á eftir toppliði Genk í belgísku A-deildinni.
Club Brugge á enn eftir að ráða þjálfara en einn af mönnunum á listanum er Ole Gunnar Solskjær, samkvæmt The Times.
Norðmaðurinn stýrði síðast stórveldi Manchester United og náði hæst öðru sæti með liðinu. Hann var rekinn haustið 2021 fyrir slakt gengi.