Sverrir kom PAOK á bragðið í sigri

Sverrir Ingi Ingason skoraði í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason skoraði í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason var í stóru hlutverki hjá PAOK í sigri á Volos, 4:2, í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sverrir skoraði fyrsta mark PAOK í leiknum strax á 6. mínútu en liðið bætti svo við þremur mörkum og komst í 4:0 áður en Volos klóraði í bakkann. Sverrir lék allan leikinn í vörninni.

PAOK er í fjórða sæti deildarinnar með 60 stig en Volos er í því sjötta með 40 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert