Íslendingarnir fögnuðu sigrum

Brynjar Ingi Bjarnason lék sinn fyrsta deildarleik með Ham-Kam.
Brynjar Ingi Bjarnason lék sinn fyrsta deildarleik með Ham-Kam. Ljósmynd/Robert Spasovski

Íslendingaliðin Ham-Kam og Tromsö fögnuðu sigrum í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Brynjar Ingi Bjarnason lék fyrstu 70 mínúturnar með Ham-Kam í 2:0-heimasigri á Sandefjord. Brynjar kom til Ham-Kam frá Vålerenga fyrir tímabilið.

Þá lék Hilmir Rafn Mikaelsson fyrstu 88 mínúturnar með Tromsö í 1:0-heimasigri á Molde. Hilmir, sem er 19 ára, er að láni hjá Tromsö frá Venezia á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert