Án markaskorarans í Meistaradeildinni

Victor Osimhen hefur átt frábært tímabil með Napoli.
Victor Osimhen hefur átt frábært tímabil með Napoli. AFP/Marco Bertorello

Nígeríski framherjinn Viktor Osimhen sem hefur skorað 21 mark fyrir ítalska knattspyrnuliðið Napoli í vetur missir af stórleik þess gegn AC Milan í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Osimhen meiddist í læri á dögunum og verður ekki leikfær annað kvöld. Hann hefur átt drjúgan þátt í velgengni Napoli í vetur en auk frábærrar frammistöðu í Meistaradeildinni er liðið með sextán stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar og meistaratitillinn blasir við.

Þrátt fyrir sigurgönguna tapaði Napoli 0:4 fyrir AC Milan á heimavelli í ítölsku deildinni fyrir níu dögum og á því harma að hefna. Leikurinn annað kvöld fer fram í Mílanó og er fyrri viðureign liðanna í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert