Hefur fengið líflátshótanir

Federico Valverde og Álex Baena eigast við á laugardag.
Federico Valverde og Álex Baena eigast við á laugardag. AFP/Pierre-Philippe Marcous

Spænski knattspyrnumaðurinn Álex Baena, leikmaður Villarreal, kveðst hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þess að Federico Valverde, leikmaður Real Madríd, kýldi hann eftir leik liðanna í spænsku 1. deildinni síðastliðinn laugardag.

Valverde beið eftir Baena eftir leikinn, sem Villarreal vann 3:2, og réðst á hann.

„Síðastliðinn laugardag var ráðist á mig af kollega innan íþróttarinnar eftir að leikur gegn Real Madríd var á enda.

Eftir að það gerðist komu ummæli upp á yfirborðið, eflaust frá hans teymi, þar sem fullyrt var að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða.

Síðan þá, og það er enginn möguleiki á öðru, hafa engin sönnunargögn komið fram sem sanna þær gjörðir sem ég er sakaður um,“ skrifaði Baena í yfirlýsingu.

Í henni nefnir hann ekki Valverde en ESPN greindi frá því á laugardagskvöld að Valverde hafi brugðist ókvæða við eftir að Baena hafi gert lítið úr því þegar Valverde og kærasta hans, Mina Bonino, óttuðust að hún hafi misst fóstur í febrúar síðastliðnum, á meðan á leiknum stóð.

Lygar sem særa meira en hnefahögg

Baena sagði þessa ásakanir með öllu falskar og að honum ásamt fjölskyldu sinni hafi í kjölfarið borist líflátshótanir.

„Þeir færðu sér  ógæfu sína í nyt til þess að réttlæta árásina og lygar hafa verið sagðar sem særa meira en hnefahögg.

Skaðann sem fjölskylda mín hefur orðið fyrir er ekki hægt að lagfæra og er óréttlætanlegur. Mér hafa borist hótanir, móðganir og meira að segja einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er óskað dauða.

Í gær tilkynntum við málið til lögreglu og munum leyfa réttlætinu að verða framvíst,“ skrifaði hann einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert