Ótrúlegri hrinu Englendinga lokið

Leah Williamson og Sam Kerr eigast við í kvöld.
Leah Williamson og Sam Kerr eigast við í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Enska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í 30 leikjum og sínum fyrsta leik undir stjórn hinnar hollensku Sarinu Wiegman er liðið mætti Ástralíu í vináttuleik. Tapaði England síðast fyrir Kanada í vináttuleik 13. apríl árið 2021.

Urðu lokatölur 2:0, Ástralíu í vil. Leikið var á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í Lundúnum. Samantha Kerr, leikmaður Chelsea, skoraði fyrra mark Ástralíu á 32. mínútu og Charlotte Grant bætti við öðru marki á 67. mínútu.

Brasilía vann 2:1-sigur á Þýskalandi í Þýskalandi. Tamires og Ary Borges skoruðu mörk Brasilíu. Jule Brand minnkaði muninn fyrir Þjóðverja í uppbótartíma.

Önnur helstu úrslit vináttuleikja í dag:
Ítalía – Kólumbía 2:1
Spánn – Kína 3:0
Portúgal – Wales 1:1
Svíþjóð – Noregur 3:3
Belgía – Slóvenía 2:2
Holland – Pólland 4:1
Skotland – Kostaríka 4:0
Frakkland – Kanada 2:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert