Sadio Mané og Leroy Sané, leikmönnum Bayern München, lenti saman að loknum leik Manchester City og Bayern München í Meistaradeild Evrópu í Manchester í gærkvöld.
Samkvæmt Bild í Þýskalandi byrjaði rifrildi þeirra á milli á meðan leikurinn stóð yfir og þegar í búningsklefann var komið rauk Mané í samherja sinn og sló hann í andlitið.
Félagar þeirra þurftu að skilja þá að og í kjölfarið var Sané sendur út úr búningsklefanum til að hægt væri að róa þá niður.
Manchester City vann leikinn 3:0 og möguleikar Bayern á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar eru því afar litlir.
Bild segir að Mané hafi reiðst yfir því hvernig Sané svaraði honum og hann geti nú átt von á refsingu frá félaginu.
Sadio Mane and Leroy Sane didn't look happy during Bayern's loss to Man City 👀 pic.twitter.com/Oje9NKnquS
— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023