Algjört stórslys hjá United

Leikmenn United ganga svekktir af velli.
Leikmenn United ganga svekktir af velli. AFP/Darren Staples

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu liðsins í 2:2-jafnteflinu gegn Sevilla í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.

United komst í 2:0 í fyrri hálfleik, en fékk tvö mörk á sig í lokin og er því allt jafnt í einvíginu fyrir seinni leikinn í Andalúsíu.

„Það verður mjög erfitt að mæta í seinni leikinn. Þetta var slakur seinni hálfleikur og þetta hefði verið sérstaklega erfitt ef útivallarmörk væru enn í gildi. Þetta var algjört stórslys í seinni hálfleik,“ sagði Scholes og hélt áfram:

„Sevilla virtist ekki ætla að setja pressu á United og þetta leit út fyrir að vera auðvelt, en svo reyndist ekki vera,“ sagði hann.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert