Gent og West Ham skildu jöfn, 1:1, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Belgíu í kvöld.
Danny Ings kom West Ham yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en Hugo Cuypers jafnaði á 56. mínútu og þar við sat.
Í Evrópudeildinni máttu lærisveinar José Mourinho í Roma tapa á útivelli gegn Feyenoord frá Hollandi. Mats Wieffer skoraði sigurmark hollenska liðsins á 53. mínútu.