Í sex leikja bann fyrir að skalla andstæðing

Craig McPherson er kominn í bann.
Craig McPherson er kominn í bann. Ljósmynd/Rangers

Craig McPherson, meðlimur í þjálfarateymi kvennaliðs Rangers í fótbolta, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir að skalla Fran Alonso, þjálfara erkifjendanna í Celtic.

Atvikið átti sér stað eftir leik liðanna í efstu deild Skotlands í fótbolta í síðasta mánuði. McPherson gekk að Alonso og skallaði hann í hnakkann.  

Í skýrslu skoska knattspyrnusambandsins kemur fram að McPherson hafi misst stjórn á skapi sínu þegar Alonso kallaði hann litla rottu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert