Sadio Mané, sóknarmaður Bayern München, mun í dag biðja liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa kýlt Leroy Sané í andlitið í kjölfar 0:3-taps liðsins fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á þriðjudagskvöld.
Mané og Sané lenti saman eftir leikinn, sem endaði með því að Mané rak Sané hnefahögg í andlitið og sprengdi þannig neðri vör hans.
Sky Sport í Þýskalandi greindi frá því í dag að Mané hafi mætt brosandi á æfingu Bæjara í München í morgun og að áætlað væri að Senegalinn myndi biðjist formlega afsökunar fyrir framan alla liðsfélaga sína.
Í yfirlýsingu frá félaginu segir svo að forsvarsmenn þess hafi tekið ákvörðun um að setja Mané í leikbann, að minnsta kosti einn leik, þar sem hann verður ekki í leikmannahópnum gegn Hoffenheim í þýsku 1. deildinni á laugardag.
Einnig verður honum gert að greiða sekt vegna athæfisins.