Tvö sjálfsmörk United í ótrúlegum leik

Harry Maguire skorar sjálfsmark og jafnar í 2:2.
Harry Maguire skorar sjálfsmark og jafnar í 2:2. AFP/Darren Staples

Manchester United og Sevilla skildu jöfn, 2:2, í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld í ótrúlegum leik. 

United var með gríðarlega yfirburði framan af og var það algjörlega verðskuldað að staðan væri orðin 2:0 eftir 21 mínútu.

Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer kom United yfir á 14. mínútu eftir sendingu frá Bruno Fernandes og var svo aftur á ferðinni sjö mínútum síðar eftir sendingu Anthony Martial.

United var með leikinn í hendi sér, þar til á 84. mínútu þegar Tyrell Malacia varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Jesús Navas. Sevilla-menn voru ekki hættir, því Harry Maguire gerði annað sjálfsmark í uppbótartíma og þar við sat.

Í öðrum leikjum kvöldsins vann Juventus 1:0-heimasigur á Sporting. Federico Gatti skoraði sigurmarkið á 73. mínútu. Þá gerðu Leverkusen og Union Saint-Gilloise 1:1-jafntefli í Þýskalandi.

Man. Utd 2:2 Sevilla opna loka
90. mín. Papu Gómez (Sevilla) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert