Ættu að skammast sín fyrir frammistöðuna

Leikmenn Manchester United niðurlútir eftir jafnteflið í gærkvöldi.
Leikmenn Manchester United niðurlútir eftir jafnteflið í gærkvöldi. AFP/Darren Staples

Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United, var verulega ósáttur við frammistöðu leikmanna liðsins eftir að það missti niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Marcel Sabitzer kom heimamönnum í Man. United í tveggja marka forystu snemma leiks með tveimur laglegum mörkum áður en Tyrell Malacia og Harry Maguire skoruðu báðir sjálfsmörk seint í leiknum.

2:2 urðu því lokatölur og er allt opið fyrir síðari leikinn í Sevilla í næstu viku.

„Nokkrir leikmenn þurfa að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvort þeir séu að leggja nægilega mikið af mörkum til liðsins.

Það eru nokkrir leikmenn sem ættu að skammast sín fyrir frammistöðuna í kvöld,“ sagði Schmeichel á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 Live að leik loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert