Knattspyrnumaðurinn Leroy Sané, vængmaður Bayern München, óskaði eftir því við forsvarsmenn félagsins að liðsfélagi hans, Sadio Mané, yrði ekki rekinn frá félaginu þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi kýlt þann fyrrnefnda í andlitið.
Sané og Mané lenti saman eftir 0:3-tap Bayern fyrir Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöld.
Það endaði með því að Mané rak Sané hnefahögg í andlitið, sem varð til þess að neðri vör Sané sprakk.
Strax varð ljóst að forsvarsmenn Bayern myndu refsa Mané fyrir athæfið. Ákveðið var að setja hann í leikbann, að minnsta kosti einn leik, og sekta einnig.
Innan raða Bæjara var það rætt að taka enn harðar á málinu og losa sig við Mané.
Samkvæmt þýska miðlinum Bild fór Sané þess hins vegar á leit við þá sem ráða hjá félaginu að það yrði ekki gert. Bað hann um að samningi Mané yrði ekki rift og að hann fengi ekki of harða refsingu.
Sané telur málinu nú lokið.