Enskir fjölmiðlar fjalla um málslok Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í …
Gylfi Þór Sigurðsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í knattspyrnu í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enskir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta fregnir af málefnum knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Í morgun bárust fréttir af því að Gylfi Þór yrði ekki ákærður fyrir brot gegn ólögráða einstaklingi og að hann væri því laus allra mála.

Enskir miðlar fjalla um yfirlýsingu lögreglunnar í Manchester sem birt var í morgun en þar kemur meðal annars fram sönnunargögnin í málinu, á þessum tímapunkti, nái ekki þeim þröskuldi sem saksóknari geri kröfu um til þess að hægt sé að ákæra.

Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, er hins vegar hvergi nafngreindur í enskum fjölmiðlum en einhverjir miðlar tala um hann sem fyrrverandi leikmanna Everton.

„33 ára gamli karlmaðurinn sem handtekinn var í tengslum við lögreglurannsókn í júní 2021 er frjáls ferða sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu lögreglunnar.

Ljósmynd/The Athletic
Ljósmynd/The Mirror
Ljósmynd/The Sun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka