Í sex leikja bann fyrir rasisma

Dante Vanzeir er kominn í bann.
Dante Vanzeir er kominn í bann. Ljósmynd/New York Red Bulls

Knattspyrnumaðurinn Dante Vanzeir hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann af MLS-deildinni í bandaríkjunum, fyrir kynþáttaníð í garð leikmanns San Jose Earthquakes í leik liðanna um síðustu helgi.  

Leikurinn var stöðvaður í 15 mínútur eftir atvikið, en Vanzeir kláraði leikinn. Gerhard Struber, knattspyrnustjóri New York-liðsins, hefur verið gagnrýndur fyrir að taka leikmanninn ekki af velli, þrátt fyrir beiðni Luchi González, stjóra San Jose.

Auk bannsins hefur Vanzeir verið gert að greiða sekt og sækja námskeið til að láta að þeirri hegðun sem honum er refsað fyrir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert