Leiknum hætt vegna óláta stuðningsmanna

Elías Már Ómarsson leikur með NAC Breda.
Elías Már Ómarsson leikur með NAC Breda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki tókst að klára leik NAC Breda og Willem II í hollensku B-deildinni í fótbolta vegna óláta stuðningsmanna fyrrnefnda liðsins, sem lék á heimavelli.

Mikill rígur er á milli liðanna og tóku stuðningsmenn heimaliðsins á því að kasta aðskotahlutum inn á völlinn þegar Elton Kabangu skoraði fyrir Willem á 74. mínútu.

Ekki var hægt að tryggja öryggi leikmanna og var leikinn því blásinn af. Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Breda og lék þar til leikurinn var stöðvaður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert