Mark Willums dugði ekki til

Willum Þór Willumsson skoraði.
Willum Þór Willumsson skoraði. Ljósmynd/Go Ahead

Excelsior hafði betur gegn Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:1.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði GA Eagles og skoraði mark liðsins er hann jafnaði í 1:1 á 61. mínútu. Lék miðjumaðurinn allan leikinn.

GA Eagles er í 12. sæti með 30 stig, fimm stigum fyrir ofan Emmen, sem er í fallumspilssæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert