SönderjyskE og Vendsyssel skildu jöfn, 1:1, í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Orri Steinn Óskarsson, sem er að láni hjá SönderjyskE frá FC Kaupmannahöfn, skoraði mark SönderjyskE er hann jafnaði metin í 1:1. Hann hefur nú skorað þrjú mörk síðustu fjórum leikjum með liðinu.
Atli Barkarson lék einnig allan leikinn með SönderjyskE, sem er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, sex stigum frá Hvidovre í öðru sæti.