Stuðningsmaður West Ham lést í Belgíu

Stuðningsmenn West Ham United fyrir leik liðsins gegn Gent í …
Stuðningsmenn West Ham United fyrir leik liðsins gegn Gent í gærkvöldi. AFP/Tom Goyvaerts

57 ára gamall stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham United lést í Gent í Belgíu í gær eftir að hafa orðið fyrir lest.

Gent og West Ham mættust í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar UEFA í gærkvöldi og skildu jöfn, 1:1, í fyrri leik liðanna.

Stuðningsmaðurinn hafði ferðast til Belgíu til að bera Hamrana augum og var viðstaddur jafnteflið á KAA-vellinum í borginni. Að leiknum loknum varð hann fyrir lest á Sint-Pieters lestarstöðinni.

Daily Mail greinir frá því að stuðningsmaðurinn hafi verið fluttur á neyðarmóttöku á sjúkrahúsi í Gent en var svo úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Rannsóknarlögreglumenn á vettvangi sögðu að um „óheppilegt slys“ hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert