Þetta lítur ekki vel út

Lisandro Martínez miður sín á börum í gærkvöldi.
Lisandro Martínez miður sín á börum í gærkvöldi. AFP/Darren Staples

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að meiðslin sem argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez varð fyrir í 2:2-jafntefli gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinn í gærkvöldi líti ekki vel út.

„Þetta lítur ekki neitt frábærlega út,“ sagði ten Hag á blaðamannafundi eftir leikinn.

Hann sagði ekki um meiðsli á hásin að ræða eins og var óttast þar sem Martínez meiddist þegar enginn var nálægt honum. Líklega er um ökklameiðsli að ræða.

„Það átti enginn andstæðingur hlut að máli. Við þurfum að bíða og sjá,“ bætti stjórinn við.

Martínez var í miklu uppnámi undir loks leiksins þegar hann meiddist og grét er honum fyrir komið fyrir á börum og borinn af velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert