Enn með pálmann í höndunum þrátt fyrir misstig

Victor Osimhen tókst ekki að skora fyrir Napoli í dag …
Victor Osimhen tókst ekki að skora fyrir Napoli í dag frekar en liðsfélögum hans. AFP/Andreas Solaro

Napoli gerði óvænt markalaust jafntefli við Verona þegar liðin áttust við í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla í dag.

Þrátt fyrir að toppliðið hafi aðeins hikstað undanfarið virðist fátt geta komið í veg fyrir að Napoli vinni sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í 33 ár þar sem liðið er með 14 stiga forskot á Lazio í öðru sætinu þegar átta umferðir eru óleiknar.

Luciano Spalletti, knattspyrnustjóri Napoli, stillti upp varaliði í leiknum í dag þar sem stærstu stjörnur liðsins, þeir Victor Osimhen, Khvicha Kvaratshkelia og Piotr Zielinski, byrjuðu allir á varamannabekknum en komu inn á í síðar hálfleik.

Napoli á nefnilega fyrir höndum síðari leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn AC Milan næstkomandi þriðjudagskvöld, en Milan vann fyrir leikinn í Mílanó 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert