Fyrsta markið í atvinnumennsku

Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel.
Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel.

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir skoraði í dag sitt fyrsta mark eftir að hún fór í atvinnumennsku, þegar hún skoraði fyrir Basel í svissnesku úrvalsdeildinni.

Hún jafnaði fyrir Basel gegn St. Gallen á útivelli, 1:1, á 20. mínútu leiksins. Það var þó ekki nóg. St. Gallen svaraði með  tveimur mörkum fyrir hlé og vann leikinn 3:1.

Heiðdís lék allan tímann í vörn Basel sem er í sjötta sæti af tíu liðum þegar einni umferð er ólokið af deildinni, og fer hvorki ofar né neðar. Eftir það spila átta efstu liðin til úrslita um meistaratitilinn í útsláttarkeppni og Basel mætir þar Grasshoppers sem hafnar í þriðja sæti.

Heiðdís, sem er 27 ára gömul, gekk til liðs við Basel frá Breiðabliki um áramótin og hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjum liðsins frá þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert