Lazio styrkir stöðu sína

Lazio-menn eru í afar góðri stöðu.
Lazio-menn eru í afar góðri stöðu. AFP/Tiziana Fabi

Lazio vann góðan útisigur á Spezia, 3:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. 

Ciro Immobile kom Lazio-mönnum yfir á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Felipe Anderson bætti svo við öðru marki Lazio í byrjun síðari hálfleiks og gekk Marcos Antonio alveg frá leiknum á 89. mínútu, 3:0. 

Lazio er í öðru sæti deildarinnar með 61 stig, átta meira en Roma í þriðja sæti og tíu meira en Inter í fimmta.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert