Mbappé og Messi á skotskónum í toppslagnum

Kylian Mbappé skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir …
Kylian Mbappé skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Lionel Messi í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

París Saint-Germain vann mikilvægan 3:1-sigur á Lens í toppslag frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld.

Salis Abdul Samed, miðjumaður Lens, fékk beint rautt spjald eftir aðeins 19 mínútna leik þegar hann braut illa á Achraf Hakimi.

Eftir rúmlega hálftíma leik kom Kylian Mbappé PSG í forystu eftir undirbúning Vitinha.

Vitinha var svo sjálfur á skotskónum á 37. mínútu áður en Lionel Messi skoraði þriðja mark einungis þremur mínútum síðar, eftir sendingu frá Mbappé.

Einum færri minnkaði Lens muninn með marki úr vítaspyrnu eftir klukkutíma leik. Það skoraði Przemyslaw Frankowski.

Fleiri urðu mörkin ekki og kærkominn sigur PSG því staðreynd.

Eftir að PSG hafði misstigið sig talsvert mikið á árinu var Lens, sem er í öðru sæti, búið að minnka forskot Frakklandsmeistaranna niður í aðeins sex stig en það er nú níu stig þegar sjö umferðir eru óleiknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert