Schalke komst úr botnsætinu

Schalke er komið úr neðsta sæti.
Schalke er komið úr neðsta sæti. AFP/Ina Fassbender

Schalke vann afar dýrmætan heimasigur á Hertha Berlin, 5:2, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. 

Tim Skarke, Marius Bütler 2, Simon Terodde, og Marcin Kaminski skoruðu mörk Schalke en Stevan Jovetic og Marco Richter skoruðu mörk Berlínarliðsins. 

Schalke hoppaði upp um tvö sæti og er nú í 16. sæti með 24 stig en Hertha Berlin er komið í botnsætið með 22 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert