Á skotskónum í tapi fyrir gömlu félögunum

Bjarki Steinn Bjarkason í leik með U21-árs landsliðinu á síðasta …
Bjarki Steinn Bjarkason í leik með U21-árs landsliðinu á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarki Steinn Bjarkason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Foggia þegar liðið mátti sætta sig við 1:2-tap fyrir Catanzaro í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu í dag.

Bjarki Steinn, sem er hjá Foggia að láni frá Venezia, lék einmitt sem lánsmaður hjá Catanzaro síðari hluta síðasta tímabils.

Hann lék allan leikinn fyrir Foggia í dag í stöðu hægri vængbakvarðar.

Óttar Magnús Karlsson var einnig í tapliði í ítölsku C-deildinni í dag.

Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í 0:1-tapi Virtus Francavilla fyrir Picerno.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert