Huelva hafði betur gegn Valencia á útivelli í efstu deild spænska fótboltans í dag, 2:1.
Sigurinn var vægast sagt kærkominn fyrir Huelva, sem tapaði ellefu leikjum í röð í öllum keppnum fyrir leikinn í dag.
Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með Huelva, sem vann síðast leik í deildinni 11. desember síðastliðinn.
Liðið er í 11. sæti með 20 stig og fór upp úr fallsæti með sigrinum í dag.