Glódís og stöllur réðu illa við Sveindísi (myndskeið)

Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórleik í gær.
Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórleik í gær. Ljósmynd/KSÍ

Sveindís Jane Jónsdóttir átti glæsilegan leik er Wolfsburg vann 5:0-stórsigur á útivelli gegn Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins í fótbolta í gær.

Íslenska landsliðskonan skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og átti þátt í að skapa eitt besta færi Wolfsburg sem endaði ekki með marki.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern, sem gekk illa að stöðva Sveindísi.

Svipmyndir úr leiknum, þar á meðal mörk Sveindísar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert