Ítalski knattspyrnumaðurinn Ciro Immobile slapp með minniháttar meiðsli þegar sporvagn ók á bifreið hans í Róm í gærkvöldi.
Sporvagninn fór yfir á rauðu ljósi, með þeim afleiðingum að hann lenti á bifreið framherjans. Var leikmaðurinn fluttur á spítala í kjölfar slyssins, en hann gæti verið rifbeinsbrotinn.
Immobile leikur með Lazio í höfuðborginni. Hann hefur einnig leikið 55 landsleiki með Ítalíu.
Í myndskeiði sem AGTW birti á Twitter má sjá bíl Immobiles gjöreyðiagðan og leikmanninn sjálfan hrærðan er hann ræðir við sjúkraflutningamenn.
Incidente #Immobile, il testimone: «Ho visto l'auto arrivare e poi lo schianto, tanta gente sul #tram, l'autista a terra» #Roma pic.twitter.com/3iDMZYmyCx
— AGTW (@AGTW_it) April 16, 2023