Sævar skoraði í sætum sigri Íslendingaliðsins

Sævar Atli Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins.
Sævar Atli Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lyngby hafði betur á heimavelli gegn Horsens, 2:1, í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu. Hann fór svo af velli í uppbótartíma.

Kolbeinn Birgir Finnsson lék fyrstu 63 mínúturnar en Alfreð Finnbogason er meiddur. Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby. 

Aron Sigurðarson lék seinni hálfleikinn með Horsens. Með sigrinum fór Lyngby upp úr botnsætinu og er liðið nú sex stigum á eftir Horsens og öruggu sæti.

Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB í 82. mínútu í 2:0-heimasigri á Silkeborg. Stefán Teitur Þóðarson kom inn á hjá Silkeborg á 61. mínútu. Liðin eru í 8. og 9. sæti með 34 og 30 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert