Skagamaðurinn allt í öllu í Svíþjóð

Arnór Sigurðsson fór á kostum í dag.
Arnór Sigurðsson fór á kostum í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnór Sigurðsson var allt í öllu hjá Norrköping þegar liðið tók á móti Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með naumum sigri Norrköping, 2:1, en Arnór skoraði bæði mörk sænska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Arnór lék allan leikinn með Norrköping, Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 68. mínúturnar og Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.

Ari Freyr Skúlason lék ekki með Norrköping vegna meiðsla en Norrköping er með 7 stig í efsta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Mjällby.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert