Börsungar misstigu sig

Robert Lewandowski tókst ekki að skora frekar en öðrum Börsungum …
Robert Lewandowski tókst ekki að skora frekar en öðrum Börsungum í gær. AFP/Oscar del Pozo

Barcelona tókst ekki að þenja netmöskva andstæðinga sinna, annan deildarleikinn í röð, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Getafe á útivelli í spænsku 1. deildinni í gær.

Helgina áður hafði liðið gert markalaust jafntefli við Girona á heimavelli og hafa Börsungar því tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum.

Það breytir því ekki að Barcelona er enn með afar þægilega forystu á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru óleiknar á tímabilinu.

Börsungar eru efstir með 73 stig á meðan ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd eru með 62 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert