Lagði upp í miklum markaleik

Kristian Nökkvi Hlynsson lagði upp í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson lagði upp í kvöld. Ljósmynd/KSÍ

Varalið hollensku stórveldanna Ajax og PSV buðu upp á mikinn markaleik er þau mættust á heimavelli fyrrnefnda liðsins í B-deildinni í fótbolta í kvöld, því lokatölur urðu 5:4, Ajax í vil.

Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn með Ajax-liðinu og lagði upp fyrsta markið á Lorenzo Luca.

Miðjumaðurinn hefur verið fastamaður hjá varaliði Ajax á leiktíðinni og skorað sjö mörk í 32 leikjum, alla í byrjunarliði. Hann hefur þó enn ekki fengið að spreyta sig í deildinni með aðalliðinu og aðeins einu sinni verið á bekknum.

Alls hefur Kristian spilað 53 mínútur með aðalliðinu í bikarkeppninni, nýtt þær vel og skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert