Mbappé markahæstur í sögu PSG

Markið sem Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG á laugardag var …
Markið sem Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG á laugardag var sögulegt. AFP/Franck Fife

Markið sem Kylian Mbappé skoraði í 3:1-sigri Parísar SG á Lens í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld var hans 139. deildarmark fyrir félagið í aðeins 169 deildarleikjum.

Þar með er Mbappé orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í frönsku deildinni.

Edinson Cavani átti fyrra metið, en hann skoraði 138 mörk í 200 deildarleikjum fyrir PSG á árunum 2013 til 2020.

Mbappé er enn aðeins 24 ára gamall og verði hann um kyrrt í herbúðum PSG um ókomin ár má vænta þess að sóknarmaðurinn muni stórbæta eigið met.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert